Brotist inn í bústað í Þrætuási

Tilkynnt var um innbrot í sumarbústað í Þrætuási í Borgarbyggð á föstudagskvöld. Farið var inn í húsið og þaðan stolið heimabíókerfi og áfengi, að sögn lögreglu. Ekki er vitað hvernig þjófarnir komust inn í bústaðinn, því engin merki eru um að þeir hafi brotið upp hurð eða glugga. För sáust á vettvangi og ummerki í snjónum um að einhver hafi lagt bíl við hlið skammt frá og gengið að bústaðnum. Málið er til skoðunar hjá Lögreglunni á Vesturlandi, sem hvetur fólk til að vera á varðbergi og hafa samband við lögreglu ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira