Venus með fyrsta kolmunnafarminn

Venus NS er nú við það að koma til hafnar á Vopnafirði með fyrsta kolmunnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan er um 800 sjómílna sigling til Vopnafjarðar. ,Það er veiði eins og er. Aðalveiðin er yfir nóttina en á daginn dreifir kolmunninn sér og veiðin er lítil. Það er misjafnt hve lengi er dregið hverju sinni en það ræðst af aflabrögðum og veðri. Tíðarfarið hefur verið rysjótt og síðastliðinn sólarhring var veðrið slæmt. Það er gott veður núna en engin veit hvað það endist lengi,“ sagði Guðlaugur Jónsson skipstjóri er rætt var við hann fyrir helgi á fréttavef HB Granda, en hann áætlar að aflinn um borð sé 2.600 til 2.700 tonn eftir rúma fjóra sólarhringa á veiðum. Að sögn Guðlaugs er mikill fjöldi skipa á kolmunnaveiðunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira