Diljá Guðmundsdóttir rennur hér geyst inn hliðið í röðina. Ljósm. tfk.

Mikið fjör á Skíðasvæði Snæfellsness

Skíðasvæði Snæfellsness hefur náð að hafa opið í þónokkra daga í röð að undanförnu. Veður hefur verið með ágætum og aðstæður til skíðaiðkunar hinar bestu. Fréttaritari Skessuhorns brá sér í fjallið á föstudag og laugardag um liðna helgi og á laugardaginn voru frábærar aðstæður. Veðrið var ákjósanlegt og gott færi til skíðaiðkunar, enda var ásóknin í fjallið með besta móti. Fjöldi gesta hafði ekki verið svona mikill í mörg ár. Lokað var í fjallinu í gær vegna veðurs en vonandi verður framhald á aðstæðum til skíðaiðkunar í Grundarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira