Borgarbyggð og Dalabyggð fá úthlutað til ljósleiðaravæðingar

Sveitarfélög sem tóku þátt í forvali Fjarskiptasjóðs vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt hafa fengið tilboð um samtals 450 milljón króna styrki vegna ársins 2019, ásamt vilyrði um frekari styrki vegna áranna 2020 og 2021 eftir atvikum, með fyrirvara um fjárlög. Fjórtán sveitarfélög eiga nú jafnframt kost á sérstökum byggðastyrk, samtals 150 milljónum króna. Hér á Vesturlandi fá Borgarbyggð og Dalabyggð styrki á þessu ári og eru auk þess bæði í þeim hópi sem fá úthlutað byggðastyrk; Borgarbyggð 20 milljónir króna og Dalabyggð 12 milljónir.

Sveitarfélögin sem talin voru styrkhæf nú eiga kost á 80% af þeirri upphæð sem þau hafa tilgreint sem æskilega framlag Fjarskiptasjóðs fyrir tiltekna verkáfanga að frádregnu öðru framlagi, þó aldrei meira en svo að styrkir frá ríkinu greiði fyrir meira en 60% af raunkostnaði, að frádregnum 500.000 kr. án vsk. fyrir hvern styrkhæfan stað. Viðkomandi sveitarfélög fá send tilboðsgögn frá sjóðnum í dag. Líkt og áður fá sveitarfélög tíma til að ákveða hvort þau vilji ganga að tilboði sjóðsins um styrk. Endanlegar styrkupphæðir liggja því ekki fyrir að svo komnu, þ.e. úthlutun þessara 450 milljóna króna. Lokafrestur til að þiggja tilboð sjóðsins er til hádegis föstudaginn 8. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira