Guðlaug tilnefnd til Steinsteypuverðlauna

Steinsteypufélag Íslands hefur tilnefnd Guðlaugu við Langasand á Akranesi til Steinsteypuverðlaunanna 2019, en laugin var vígð til notkunar í desember. Frá þeim tíma hafa um tvö þúsund gestir nýtt sé laugina. Til Steinsteypuverðlauna bárust 13 tillögur og af þeim valdi félagið fimm mannvirki sem tilnefnd eru til verðlaunanna. Auk Guðlaugar eru það Safnaðarheimilið við Ástjarnarkirkju, Bláa lónið Resort, brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar, Krýsuvíkurvegar og stoðveggur úr vistvænni steypu við Búrfellsstöð II. Verðlaunin verða afhent á Steinsteypudeginum sem haldinn verður í dag í Reykjavík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms... Lesa meira