Nokkrir af helstu fjölmiðlum landsins.

Fjölmargir gefa umsögn um væntanlegt fjölmiðlafrumvarp

Nú þegar aðeins nokkrir klukkutímar eru þar til að frestur til að gefa umsögn um Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra rennur út á Samráðsgátt stjórnvalda, hafa 17 lýst skoðun sinni á frumvarpinu eða bent á atriði sem lagfæra mætti að þeirra mati. Af þeim eru 11 fulltrúar fjölmiðla, en auk þess Samkeppniseftirlitið, einyrkjar í fjölmiðlun og fleiri. Við lestur umsagna má greina allt frá ánægju með frumvarpið í heild sinni og til megnrar óánægju, meðal annars út frá samkeppnissjónarmiðum. Áberandi er óánægja með það skilyrði í frumvarpsdrögunum fyrir prentmiðla að koma verði út að lágmarki 48 sinnum á ári til að hljóta styrk. Meðal umsagnaraðila eru Siglfirðingur, Fotbolti.net, Frjáls fjölmiðlun, Bændasamtökin, Reykjavík Grapevine, Kjarninn, Mosfellingur, Myndir mánaðarins, Iceland Reviewe, Fjarðarfréttir og Skessuhorn. Athygli vekur að stærstu einkareknu fjölmiðlarnir á höfuðborgarsvæðinu, á borð við Árvakur (Morgunblaðið) og Stöð2, hafa ekki sent inn umsögn vegna málsins á Samráðsgátt stjórnvalda. Þó er ánægja þeirra síðarnefndu takmörkuð við það, í ljósi þess að gert er ráð fyrir 50 milljóna króna þaki á ríkisstuðnings til hvers fjölmiðils fyrir sig.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira