Gul viðvörun fyrir Breiðafjörð í dag

Veðurstofan varar við hvassviðri á svæðinu beggja vegna Breiðafjarðar í dag. Spáð er suðvestan 18-25 m/s nú þegar líður á daginn. Í hugleiðingum veðurfræðings segir: „Í dag gengur nokkuð kröpp lægð frá Faxaflóa til norðaustur yfir á Húnaflóa. Lægðabrautin hefur verið mikið á reiki í spám síðasta sólahring en miðað við staðsetningu lægðarinnar núna, er líklegasta útkoman að í dag veðri allhvöss suðvestanátt á vestanverðu landinu með skúrum eða éljum en sunnan hvassviðri eða stormur víða á norðurlandi frá Húnaflóa austur í Skagafjörð. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 30 m/s sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur þar sem hálka er á vegum.“ Einkum verður varhugaverð færð á norðanverðu Snæfellsnesi.

Á landinu er spáð austlægri átt og að víða verður 8-15 m/s og rigning en slydda með köflum. Snýst í suðvestan 10-18 m/s með mornginum en jafnvel stormur á Norðurlandi um og eftir hádegi. Skúrir eða él suðvestantil en rofar til um norðan- og austanvert landið. Hiti 2 til 7 stig í dag. Mun hægari vindur og úrkomulítið í kvöld og nótt og kólnar aftur en austanátt og rigning eða slydda sunnan- og austantil í fyrramálið og hlánar þar, en norðlæg átt, úrkomulítið og hiti um frostmark vestantil.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira