Ungmenna- og tómstundabúðirnar verða fluttar á Laugarvatn

Ungmenna- og tómstundabúðir hafa verið starfræktar á Laugum í Sælingsdal frá árinu 2005 en nú er liggur fyrir að þetta er síðasti veturinn sem búðirnar verða starfræktar þar. Leigusamningur UMFÍ og Dalabyggðar um starfsemina á Laugum rennur út í lok maí á þessu ári. UMFÍ hefur gengið frá samningi við Bláskógabyggð um húsnæði í íþróttamiðstöð gamla Íþróttakennaraskólans á Laugavatni undir starfsemina. Búðirnar verða fluttar að Laugavatni í sumar og starfsemin hefst þar næsta haust. Þá segir á vefsíðu Ungmenna- og tómstundabúðanna að öll aðstaða á Laugavatni henti vel undir starfið. „Á Laugavatni er öll aðstaða í göngufæri. Heimavistin er við íþróttahúsið og stutt að fara á milli. Húsakostur á Laugavatni er í góðu ásigkomulagi og er unnið að því að gera allt klárt fyrir næsta vetur,“  segir á vefsíðu Ungmenna- og tómstundabúðanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gestur úr Elkem til Veitna

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki... Lesa meira