Dómstólar hafna því að fiskeldi skaði veiðiréttarhafa

Landsréttur staðfesti á föstudaginn niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará á Snæfellsnesi, á hendur Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun. Veiðiréttarhafarnir kröfðust þess fyrir dómi að starfs- og rekstrarleyfi fiskeldis Arnarlax í Arnarfirði yrðu ógilt. Niðurstaða dómsins byggir á því að veiðiréttarhafarnir, sem kröfðust ógildingar leyfa Arnarlax í Arnarfirði, hefðu ekki lögvarða hagsmuni af að fá dóm um kröfur sínar. Niðurstaða dómstóla er sú að veiðiréttarhafarnir hafi ekki orðið fyrir tjóni af starfsemi Arnarlax og að þeir hafi ekki sýnt fram á að starfsemin skapaði hagsmunum þeirra sérstaka hættu. Veiðiréttarhöfum var jafnframt gert að greiða allan lögmannskostnað sinn, Arnarlax og stofnananna tveggja bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir