Annasöm helgi í dráttarbílaþjónustu í Dölum

Um helgina voru alls sex útköll á dráttarbíl í Dölum og tengdust þau öll veðri og færð en mjög slæmt skyggni var frá föstudagskvöld og fram á laugardag samhliða hálku. Í þremur tilfellum var um útafakstur að ræða sökum snjóblindu og slæmrar færðar. Ein bílvelta varð rétt við Fellsenda sem rakin er til hálku og hvassviðris. Tveir árekstrar urðu, annar þegar bíll lenti á brúarhandriði í Laxárdal og hinn þegar bíll endaði á vegriði skammt frá Árbliki. Í báðum tilvikum runnu bifreiðar til í snjó á vegi. Engin alvarleg slys urðu á fólki en þrír bílanna reyndust óökufærir eftir óhöppin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir