Ætla að ferðast saman í kjördæmaviku

„Nú í kjördæmaviku mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefja hringferð um landið undir yfirskriftinni „Á réttri leið – hittumst á heimavelli,“ sem varir næstu vikur og mánuði.“ Hér á Vesturlandi eru fyrirhugaðir fimm fundir í mars. „Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi í öllum landsfjórðungum þar sem ýmist verða haldnir fundir eða vinnustaðir heimsóttir,“ segir í tilkynningu. Á þessum fundum mun heimamönnum gefast tækifæri til að hitta þingmenn og ráðherra flokksins og ræða allt sem skiptir máli; stjórnmálin, atvinnulíf og mannlíf. „Ekkert verður undanskilið og bæði horft til þess sem varðar nærsamfélagið og landið allt.“

Það er nýbreytni hjá Sjálfstæðisflokknum að þingflokkurinn fari saman sem ein heild í öll kjördæmi í stað þess að þingmenn sinni einungis að mestu sínum eigin kjördæmum. „Er það m.a. til að undirstrika að þótt þingmenn séu kjörnir til setu á Alþingi fyrir eitt kjördæmi eru þeir í raun þingmenn alls landsins og mikilvægt að þeir kynnist þeim málum sem mest brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Fundirnir verða óformlegri en oft áður og munu allir þingmenn taka virkan þátt í hverjum fundi með spjalli við fundarmenn,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir