Grund í Skorradal. Ljósm. mm.

Lögbýlaskrá geymir upplýsingar um 6700 býli

Lögbýlaskrá fyrir árið 2018 er komin út hjá Þjóðskrá. Hún er gefin út árlega fyrir allt landið á grundvelli upplýsinga úr þinglýsingarbók og fasteignaskrá. Samkvæmt jarðalögum teljast það lögbýli sem hafa fengið útgefið sérstakt leyfi frá ráðherra um lögbýlisrétt og skal því leyfi þinglýst. Við þinglýsinguna fær viðkomandi eign sérstaka merkingu í þinglýsingarhluta fasteignaskrár og birtist í næstu lögbýlaskrá sem gefin verður út.

Í lögbýlaskránni sem nú hefur verið gefin út er að finna upplýsingar um rúmlega 6700 lögbýli sem skráð eru á landinu í dag. Þar er hægt að finna upplýsingar um heiti, landnúmer, hvort lögbýli sé í ábúð auk upplýsinga um skráða eigendur og ábúendur.

Sjá lögbýlaskrá hér:

lögbýlaskrá – 2018

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira