Hilmir B Auðunsson, pípulagningameistari og annar eigandi fyrirtækisins HP pípulagnir í Borgarnesi. Ljósm. arg.

Vill að skoðað verði hvort Menntaskólinn geti boðið upp á iðnnám

Hilmir B Auðunsson, pípulagningameistari og annar eigandi fyrirtækisins HP pípulagnir í Borgarnesi, segir mikinn skort vera á pípulagningarmönnum og öðrum iðnaðarmönnum í Borgarnesi og nágrenni. Hann segist áhyggjufullur yfir því hversu fáir sækja sér menntun í iðngreinum og hversu erfitt er orðið að fá fólk til starfa. Blaðamaður Skessuhorns hitti Hilmir á verkstæði fyrirtækisins í Brákarey í Borgarnesi. „Ég hef rekið þetta fyrirtæki frá árinu 2012 og það sem hefur alltaf háð okkur er mannekkla. Það vantar iðnaðarmenn og þá sértaklega pípara og múrara hér á þessu svæði. Enda þarf að fara til Hafnarfjarðar að sækja sér menntun í þessum iðngreinum,“ segir Hilmir. „Ég veit allavega ekki til þess að þetta sé kennt í öðrum skólum nema að litlu marki.“ Í viðtali við Hilmi í Skessuhorni vikunnar viðrar hann þá hugmynd hvort Menntaskóli Borgarfjarðar gæti tekið upp bóknám fyrir þá sem vilja leggja iðngreinar fyrir sig. Iðnaðarmenn geti bakkað það nám upp og tekið efnilegt ungt fólk á samning.

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira