Íslensk getspá greiðir út fyrstu milljónavinninga ársins

Starfsmenn Íslenskrar getspár vita fátt skemmtilegra en að taka á móti vinningshöfum og í vikunni komu fyrstu milljónamæringar ársins 2019 í heimsókn í Laugardalinn. „Fyrsti vinningshafinn var eldri maður af Suðurlandi. Sá var með 3. vinning í fyrsta útdrætti ársins í EuroJackpot, vinning upp á rúmlega 14,5 milljónir króna. Er þetta annar stóri vinningurinn sem kemur til Íslands á aðeins fjórum vikum. Miðann hafði hann keypt í Krambúðinni á Selfossi. Vinningshafinn sagðist vera mjög svo ánægður eldri borgari og að vinningurinn kæmi sér afar vel enda geti það verið snúið að ná endum saman á lífeyrinum einum saman,“ sagði hann ánægður.

„Stuttu seinna komu í heimsókn hjón af Norðurlandi en þau hefði átt leið fram hjá Staðarskála síðasta laugardag þegar hungrið sagði til sín. Var því ákveðið að stoppa og fá sér að pylsu. Þau voru að klára að borga þegar að konan allt í einu mundi eftir því að hún hafi ætlað sér að kaupa Lottómiða fyrir helgina. Honum var því bætt við á síðustu stundu og sem betur fer, því á miðanum leyndust rétt tæpar 22 milljónir.  Það var ekki fyrr en í vikunni að maðurinn átt erindi út í sjoppu að hann lét rúlla miðanum í gegnum Lottókassann sem söng þá svo fallega fyrir hann. Hann dreif sig heim til að segja konu sinni fréttirnar góðu og framundan var svo svefnlítil nótt. Ekkert annað var því í stöðunni daginn eftir en að drífa sig í borgina með miðann og koma honum í öruggar hendur starfsfólks Getspár.“

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir