Lesbókin til sölu

Rekstur kaffihússins Lesbókarinnar við Akratorg á Akranesi er til sölu, ásamt lausafé og búnaði. Ásett verð er 9,9 milljónir króna. Það er Steinþór Árnason veitingamaður sem hefur rekið Lesbókina síðan í janúar í fyrra, eftir að hann keypti reksturinn af þeim Christel Björgu Rúdólfsdóttur Clothier og Guðleifi Rafni Einarssyni. Greint var frá því í Skessuhorni í nóvember þegar Steinþór tók við rekstri Hótels Hafnarfjalls. Nú hefur hann ákveðið að selja Lesbókina og einbeita sér að rekstri hótelsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira