Stjórn Borgarnes Film Freaks skipa þau Halldór Óli Gunnarsson, Michelle Bird og Eiríkur Þór Theodórsson. Ljósm. aðsend.

Kvikmyndahátíðin Borgarnes Film Freaks á næsta leyti

Kvikmyndahátíðin Borgarnes Film Freaks verður haldin í Borgarnesi dagana 24. til 26. janúar næstkomandi. Er þetta í annað skipti sem hátíðin er haldin, en einnig var blásið til hennar í fyrra. Að þessu sinni verða myndirnar annars vegar sýndar á Sögulofti Landnámssetursins á fyrsta kvöldi hátíðarinnar og hins vegar í Félagsmiðstöðinni Óðali á föstudag og laugardag í næstu viku. Vel að merkja var Óðal lengi vel kvikmyndahús Borgnesinga.

Stjórn hátíðarinnar skipa þau Michelle Bird og Halldór Óli Gunnarsson, sem stofnuðu fyrst til hátíðarinnar á síðasta ári, ásamt Eiríki Þór Theodórssyni. Í haust var opnað fyrir umsóknir og listamenn og kvikmyndagerðafólk sendu inn hvorki fleiri né færri en 896 umsóknir. „Við fengum inn alveg bunka af myndum, mun meira en við áttum von á. Síðan tókum við um tvo mánuði í að fara í gegnum allar myndirnar, sem var dálítið strembið, en að lokum völdum við þessar 29 myndir sem verða sýndar á hátíðinni. Þær myndir koma hvaðanæva að úr heiminum, frá samtals 16 löndum. Við erum mjög ánægð með þessar myndir sem við völdum og teljum sýningar á þeim kjörið tækifæri fyrir fólk að koma og sjá myndir sem það myndi annars ekki sjá,“ segir Halldór Óli í samtali við Skessuhorn.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir