Málþing um beislun vindorku og áhrif þess

Fullt var út úr dyrum á málþingi um vindorku sem verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar stóð fyrir í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í gær. Á málþinginu var fjallað um ólíkar hliðar vindorku og þau áhrif sem vindorkumannvirki hafa á umhverfi og náttúru.

Aðalgestur á málþinginu var Graham Marchbank sem sagði frá reynslu Skota af skipulagi vindorkuvera. Graham var hér á landi síðast fyrir fjórum árum og segir að honum hafi komið á óvart hvað lítið hefur gerst í uppbyggingu vindorkuvera hér á landi síðustu árin. Þá var á málþinginu fjallað um vindorku og skipulagsmál, sýn sveitarfélaga á framtíðarskipulag vindorku hér á landi, fjallað var um umhverfisáhrif vindorkuvera, afstöðu orkufyrirtækja sem og viðhorf ferðamanna og heimamanna. Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu og var ljóst af aðsókn og umræðum að mikill áhugi er á málefnum vindorkuvera hér á landi.

Þess má geta að í skoðun er bygging tveggja vindorkuvera um vestanvert landið. Annars vegar í Dölum og hins vegar í Reykhólasveit.

Málþinginu var streymt beint á netinu og er hægt að nálgast upptöku frá því á vef rammaáætlunar:

https://livestream.com/accounts/11153656/events/8511408/player

Líkar þetta

Fleiri fréttir