Forsala á þorrablót að hefjast

Klukkan 7:07 í morgun mætti fyrsti viðskiptavinurinn og kom sér fyrir fremst í röðinni að miðasölu Þorrablóts Skagamanna sem haldið verður 26. janúar. Að venju var starfsmaður ÞÞÞ fremstur í röðinni, enda sagði hann hefð fyrir því að fyrirtækið bjóði starfsfólki sínu á blótið. Smám saman þegar klukkan var að ganga níu í morgun bættist í röðina sem nær nú út á gangstétt við útibú Íslandsbanka. Ekki væsir um fólkið enda hlýtt og milt veður í morgunsárið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir