Ásmundur Kristinn Ásmundsson gegnir nýju starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Ljósm. jsó.

Aðstoðaryfirlögregluþjónn tekinn til starfa

Ásmundur Kristinn Ásmundsson er nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Hann var skipaður til embættisins frá 1. janúar og verður með aðalskrifstofu sína á Akranesi, en starfið felur í sér viðveru um allan landshlutann. „Um er að ræða nýtt starf í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Hér áður fyrr voru þrír yfirlögregluþjónar. Nú er búið að leggja niður tvær stöður og þessi nýja staða aðstoðaryfirlögregluþjóns kemur í stað fyrra fyrirkomulags,“ segir Ásmundur í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við Ásmund í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir