Jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla

Árleg Jólamorgunstund var í Brekkubæjarskóla á Akranesi í morgun. Löng hefð er fyrir því að börnin í skólanum haldi morgunstund nokkrum sinnum yfir árið. Þá undirbúa nemendur atriði fyrir morgunstundina og foreldrar og aðrir nákomnir þeim koma og horfa á. Að þessu sinni var dagskráin í jólabúningi og jólasveinahúfur því áberandi. Nokkrir bekkir skólans höfðu undirbúið söngatriði og skólahljómsveitin spilaði undir. Nemendur standa á bak við allan undirbúning morgunstundanna og má þar nefna að hljóðblöndun og tæknimál eru nær alfarið í höndum þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fram á völlinn í Árbliki

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa boðað til kynningarfundar um verkefnið „Fram á völlinn“ sem kemur í kjölfar... Lesa meira