Frá afhendingu gjafarinnar. F.v. Björn Bjarki Þorsteinsson, Svanhildur Björk Svansdóttir formaður Kvenfélags Álftaneshrepps, Svandís Bára Steingrímsdóttir gjaldkeri og Halla Magnúsdóttir forstöðumaður þjónustusviðs í Brákarhlíð.

Fyrsta gjöfin í sjóð til byggingar gróðurhúss í Brákarhlíð

Kvenfélag Álftaneshrepps á Mýrum færði nýverið Brákarhlíð og Hollvinasamtökum heimilisins tvö hundruð þúsund króna peningagjöf. Gjöfin er framlag til byggingar gróðurhúss í garði við Brákarhlíð. „Þetta er fyrsta gjöfin sem berst til þessa verkefnis í kjölfar umfjöllunar í Skessuhorni í haust þar sem þennan draum okkar um gróðurhús bar á góma. Þessir fjármunir sem um ræðir eru ágóði af jólabingói Kvenfélagsins á síðasta ári,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar.

Framundan er næsta bingó Kvenfélags Álftaneshrepps og verður það í Lyngbrekku sunnudaginn 16. desember klukkan 16:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir