Hér er helmingur hópsins á toppnum. Skátaflokkinn Grélöð. Flokkinn skipa Anna Margrét, Eydís Líndal, Hjördís Hjartar og Helga Elínborg. Sú síðastnefnda komst ekki á toppinn vegna mjalta. Ljósm. Þröstur Þór Ólafsson.

Flögguðu á Háahnúki í kulda og trekki

Að morgni 1. desember síðastliðins stóðu nokkrar konur, sem hafa langt skátastarf að baki, fyrir gönguferð undir yfirskriftinni „Flaggað á Háahnúki“. Konurnar starfa allar með eldri skátum í Svannasveitinni á Akranesi en Bandalag íslenskra skáta hafði hvatt til þess að skátar flögguðu sem víðast þennan dag. Tilefnið var að fagna 100 ára fullveldi Íslands og um leið að íslenski fáninn var í fyrsta sinn dreginn að húni sem fullgiltur þjóðfáni þennan dag 100 árum fyrr. Gönguferðin var auglýst og opin öllum en veðrið að morgni fullveldisdagsins hélt eflaust einhverjum heima. Þrátt fyrir hífandi rok var það sex manna hópur sem flaggaði á Háahnúki í kulda og trekki sem minnti vissulega á umræðuna um veðurfarið frostaveturinn mikla 1918. Þá var í upphafi ferðar flutt ljóð eftir afmælisbarn dagsins Eggert Ólafsson, Ísland ögrum skorið, auk þess að fallega ljóðið Mikilvægi, eftir Inga Steinar Gunnlaugsson hyllti fjallið fagra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira