Jón Þór Þorvaldsson og Jón Þór Þorvaldsson.

Heyrðu nafni – það er dáldið mikið að gera í símanum!

„Heyrðu nafni, það er orðið svolítið mikið að gera hjá mér að svara í símann fyrir þig…“ Þannig hljóðuðu skilaboð sem Borgfirðingurinn Jón Þór Þorvaldsson sendi Borgfirðingnum Jóni Þór Þorvaldssyni í dag í gegnum Facebook. Ástæða þessa var sú að eftir að frétt þess efnis birtist hér á vef Skessuhorns í dag um að Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins íhugaði hvort hann myndi taka sæti á þingi, byrjuðu aðrir fjölmiðlar að reyna að ná í varaþingmanninn. Vildu þeir fá þetta staðfest, enda ekki lenska þeirra að vitna til frétta Skessuhorns nema til þrauta-þrautavara. En svo skemmtilega vill til að Jón Þór á alnafna, á svipuðu reki, frá Skeljabrekku í Borgarfirði. Er þeim vel til vina nöfnunum og alvanir því að á nöfnum þeirra og símanúmerum sé ruglast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir