Arnór Páll og Auður búa nú í þjónustuíbúð í Grundarfirði. Ljósm. tfk.

„Hún kom þegar sól var hæst á lofti og mér finnst að hún hafi verið það síðan“

Hjónin Arnór Páll Kristjánsson og Auður Jónasdóttir frá Eiði við Kolgrafafjörð fagna demantsbrúðkaupi sínu á morgun, fimmtudaginn 22. nóvember. Þau voru gefin saman í hjónaband árið 1958 í Setbergskirkju af séra Magnúsi Guðmundssyni. Arnór hefur búið alla sína ævi á Eiði að undanskildu síðasta ári en þau hjónin fluttu í þjónustuíbúið í Grundarfirði í árslok í fyrra. Arnór er fæddur á Eiði 9. október 1935 og var hluti af stórum barnahópi á bænum. Arnór hefur skráð minningarbrot úr langri ævi. Þau bárust í hendur ritstjórn Skessuhorns sem fékk Tómas Frey Kristjánsson fréttaritara blaðsins í Grundarfirði til að kíkja í heimsókn til þessara heiðurshjóna til að fá aðstoð við að færa minningarnar á prent.

Fyrirsögn fréttarinnar vísar til ummæla Arnórs um konu sína þegar Auður flutti fyrst til hans í Eyrarsveitina sumarið 1958 og þau hófu búskap. Fallegri ummæli er vart hægt að láta falla um maka sinn.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira