Þegar Sveinn Arnar rétti upp hendurnar varð dauðaþögn og eftir hans bendingu byrjuðu allir að syngja. Ljósm. klj.

Taka upp plötu í Vinaminni

„Það er svolítið lagt upp með að þetta sé eitthvað sem grípur,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og kórstjóri í Akraneskirkju, um lögin sem verða á nýjum diski sem Kór Akraneskirkju ætlar að gefa út fyrir jólin. Kórinn tók upp plötu í síðustu viku. Þrjú kvöld og fleiri klukkutímar fóru í að fínpússa lögin og áætlað er að halda útgáfutónleika 15. desember. Tólf lög verða á plötunni; veraldleg og andleg, íslensk og írsk þjóðlög og íslensk dægurlög. Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja við þegar upptökur fóru fram síðastliðið fimmtudagskvöldi. Upptökurnar hófust kvöldið áður og söng kórinn til klukkan ellefu um kvöldið.

Sjá frásögn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir