Eldur út frá brauðrist

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var í kvöld kallað út vegna bruna í húsi á Vesturgötu 101 á Akranesi. Í ljós kom að eldur hafði kviknað í brauðrist og fylltist húsið af reyk. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar vegna gruns um reykeitrun, húsráðandi og nágranni sem kom til aðstoðar. Tjón varð minniháttar en skemmdir á húsnæði urðu einhverjar vegna reyks og sóts.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir