Tvær milljónir ferðamanna á tíu mánuðum

Brottfarir erlendra farþega frá Leifsstöð í október síðastliðnum voru um 200 þúsund samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta voru 17.700 fleiri en í október á síðasta ári. Fjölgunin í mánuðinum nam 9,7% milli ára en hún hefur einungis mælst hærri tvo mánuði ársins, í maí og september. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í október og fjölgaði þeim verulega frá því í sama mánuði í fyrra eða um 35,6%. Fækkun var í brottförum Norðurlandabúa, Breta og Asíubúa og var hún á bilinu 7,7%-13,2%. Bandaríkjamenn hafa borið uppi aukningu haustsins en þeim hefur fjölgað um rúm 40%. Frá áramótum og út janúar hafa tvær milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 5,9% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir