Tvær milljónir ferðamanna á tíu mánuðum

Brottfarir erlendra farþega frá Leifsstöð í október síðastliðnum voru um 200 þúsund samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta voru 17.700 fleiri en í október á síðasta ári. Fjölgunin í mánuðinum nam 9,7% milli ára en hún hefur einungis mælst hærri tvo mánuði ársins, í maí og september. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í október og fjölgaði þeim verulega frá því í sama mánuði í fyrra eða um 35,6%. Fækkun var í brottförum Norðurlandabúa, Breta og Asíubúa og var hún á bilinu 7,7%-13,2%. Bandaríkjamenn hafa borið uppi aukningu haustsins en þeim hefur fjölgað um rúm 40%. Frá áramótum og út janúar hafa tvær milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 5,9% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gestur úr Elkem til Veitna

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki... Lesa meira