Böðvar Ingvason við bát sinn, Emilíu AK. Hann hefur verið til sjós meira og minna alla sína tíð en hefur nú umsjón með fiskmarkaðnum á Akranesi. Hann er jafnframt að ná sér eftir erfið veikindi undanfarin misseri. Ljósm. kgk.

Fiskmarkaðurinn var opnaður að nýju á Akranesi í síðasta mánuði

Útibú Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar á Akranesi var opnað að nýju 10. október síðastliðinn, en þá hafði verið lokað frá því í septembermánuði. Böðvar Ingvason hefur umsjón með öllum daglegum rekstri markaðarins. Sér til halds og trausts hefur hann syni sína, þá Steinþór, Sigurð og Jón. Þá mun Bjarni Bragason á Eskey hlaupa undir bagga ef þörf krefur.

„Við munum kappkosta að veita góða þjónustu. Akranes liggur vel við fiskimiðum, hvort sem róið er á línu, net, handfæri eða grásleppu. Héðan er mjög gott að róa á strandveiðivertíðinni, sérstaklega í maí. Eftir það er aðeins lengra á miðin en samt styttra en víðast hvar annars staðar,“ segir Böðvar í samtali við Skessuhorn.

Sjá viðtal við Böðvar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira