Rúna og Sæþór Sindri. Ljósm. arg.

Ungt fólk í búskap

Ábúendaskipti eru ekki sérlega tíð um þessar mundir í sveitum landsins. Á bænum Valþúfu á Fellsströnd í Dölum hafa nýir ábúendur nú keypt jörðina og tekið við búskap. Það eru þau Sæþór Sindri Kristinsson og Rúna Blöndal sem söðluðu um, seldu húsið sitt á Akranesi, keyptu sér jörð og taka við búi af þeim Hrefnu Ingibergsdóttur og Rúnari Jónassyni, sem veita unga fólkinu ýmsa aðstoð við fyrstu skrefin í búskapnum. Í viðtali við þau Sæþór og Rúnu í Skessuhorni í dag kemur fram að þau eru bæði sveitafólk þó hvorugt þeirra hafi alist upp á sveitabæ.

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Strompurinn fallinn

Sementsstrompurinn á Akranesi var sprengdur kl. 14:16 í dag. Sprakk sprengihleðsla í um 25 metra hæð og eftir það féll... Lesa meira