Rauður himinn í dögun

Það var falleg birtan á himni nú í morgun þegar sólin sendi geisla sína og lýsti upp skammdegið. Nú er vetur genginn í garð og gætir þess strax í veðrinu. Snjóföl er víða inn til landsins og jafnvel fjúk og skert færð á fjallavegum, svo sem á Holtavörðuheiði. Hér má sjá bleikrauð ský yfir Esjunni sem komið hefur sér upp viðeigandi kollhúfu. Hiti niður við jörðu um eða undir frostmarki en mun kaldara uppi í háloftunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira