Eva Margrét Jónudóttir. Ljósm. klj.

Margt sem mælir með hrossakjötsneyslu

Eva Margrét Jónudóttir er alin upp í Reykholtsdal í Borgarfirði við það frelsi og þau fríðindi sem fylgja því að alast upp í sveit. Foreldrar hennar áttu garðyrkjustöð en líka nokkur hross. Á borðum var oft hrossa- eða folaldakjöt.  „Það var borðað mikið hrossakjöt heima. Það var oft hrossahakk í hamborgunum eða hrossakjöt á grillinu, en einnig steinasteik. Þá er hitaður steinn í ofninum og settur á borðið og maður steikir kjötið sjálfur á steininum. Ég hélt að þetta væri bara normið, að þetta væri eins og hakk og spaghettí á öllum heimilum,“ segir Eva Margrét og brosir. „En þetta er víst ekkert algengt!“ Eftir að hafa leitað í nokkur ár að réttu stefnunni í námi datt hún niður á nám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Þá fann hún loksins réttu hilluna. „Ég var reyndar ekki alveg viss um að þetta væri rétta leiðin fyrst, en ég hélt samt áfram og þá fór þetta nám að vera mjög skemmtilegt.“ Eva Margrét kláraði B.S. gráðuna sína í búvísindum í maí á þessu ári. Í lokaverkefninu gerði hún rannsókn á viðhorfi og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti.

Sjá viðtal við Evu Margréti í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir