Uppsagnir hjá HB Granda

Töluverðar breytingar eru framundan í vinnslu HB Granda á landsvísu. Nú fyrir mánaðamótin var ellefu starfsmönnum, sem unnið hafa við bolfiskvinnslu á Vopnafirði, sagt upp störfum, en til stendur að hætta bolfiskvinnslu þar í núverandi mynd. Austurfrétt greindi frá. Auk þessara uppsagna var fjórum starfsmönnum í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Akranesi sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er meginástæða uppsagnanna á Akranesi rakin til þess að sífellt er unnið úr meiri karfa á stórum frystiskipum í hafi, en bræðsla karfabeina og annars sem til fellur við vinnslu hefur verið meginstarfsemin á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir