Jónas Björgvin og María Júlía eiga verslunina en Kristín Amelía Þuríðardóttir verður einnig við afgreiðslu í FOK.

Verslunin FOK opnuð í Borgarnesi

Síðastliðinn föstudag var verslunin FOK opnuð við Borgarbraut 57 í Borgarnesi í húsi sem í raun er tengibygging milli fjölbýlishússins við Borgarbraut 57 og Hótel-59. Að versluninni standa hjónin María Júlía Jónsdóttir og Jónas Björgvin Ólafsson. FOK er lífsstíls- og gjafavöruverslun þar sem til sölu er fatnaður, skrautmunir, búsáhöld og fleira fyrir heimafólk jafnt sem ferðafólk. Í tilefni opnunar verslunarinnar var boðið til teitis á föstudag og aftur í gær, en nú verður verslunin framvegis opin á almennum verslunartíma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir