Svipmynd úr Nettó í Borgarnesi. Ljósm. úr safni.

Heiðarleika er sannarlega enn að finna

Ung kona sem býr í sveitinni skammt ofan við Borgarnes varð fyrir því óláni fyrr í vikunni að missa úr vasa sínum 30 þúsund krónur í peningum. Kallaði hún eftir viðbrögðum samfélagsins og höfðaði til heiðarleika fólks og skrifaði um ólán sitt á íbúasíðunni Borgarnes á Facebook. „Núna langar mig að láta reyna á hversu öflugu samfélagi við búum í. Á leið minni um Borgarnes í gær hef ég misst uppúr vasanum á úlpunni minni 30.000 kr annaðhvort í Nettó eða í Framköllunarþjónustunni, ekki er ég svo heppin að einhver hafi rekist á þennan aur?“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa því starfsmaður í Nettó Borgarnesi svaraði um hæl: „Aurinn bíður þín í skúffunni á kassa 1 í Nettó. Miskunnsamur Samverji kom með hann í gær.“ Það reyndist vera hollenskur ferðamaður á leið um Borgarnes sem fann seðlana og bað starfsmann Nettó fyrir hann. Fallegt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir