Hvassviðri á morgun, laugardag

Veðurstofan bendir á að hvassviðri gengur yfir landið á morgun. Gul viðvörun er í gildi og appelsínugul fyrir Norðvesturland. Spáin er þannig: „Suðvestan 8-15 m/s og skúrir en léttskýjað norðaustan og austanlands. Heldur hægari um tíma undir kvöld en suðaustan 13-20 í nótt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands. Snýst í suðvestan 18-28 m/s fyrir hádegi á morgun, laugardag, hvassast á Norðvesturlandi. Hviður allt að 40 m/s við fjöll. Rigning en síðar skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir