Styrkja verslun á strjálbýlustu svæðunum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru vegna verslunar í strjálbýli. Markmið með aðgerðinni er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin geta nýst til að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu. Ráðgert er að styðja 3-4 verkefni. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 19. nóvember 2018. Skilyrði eru þau að verslanirnar þurfa að vera í a.m.k. 150 km akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, 75 km akstursfjarlægð frá Akureyri og 40 km akstursfjarlægð frá byggðakjörnum með yfir 1.000 íbúa, eða í Grímsey og Hrísey.

Sjá nánar frétt á vef ráðuneytis sveitarstjórnarmála.

Líkar þetta

Fleiri fréttir