Lengsta ferð sumarsins ellefuhundruð sinnum lengri en sú stysta

Steinar Ragnarsson úr Borgarnesi hefur síðastliðin átta ár starfað við hópferðaakstur hjá Reyni Jóhannssyni á Akranesi og ekur einum af bláu bílunum sem merktir eru Trex. Sem slíkur ekur Steinar með íslenska hópa og erlenda ferðamenn vítt og breitt um landið. Í gær fékk hann það hlutverk að ferja gesti sem viðstaddir voru afhendingu Hvalfjðarganga frá Speli til ríkisins, frá bílastæði ofan við fyrrum gjaldskýli og niður að gangamunnanum, eða ríflega 350 metra vegalengd. Steinar gallaði sig upp af þessu tilefni, mætti í frakka, með hatt, nýrakaður og allur hinn fínasti, enda hátíðisdagur. Hann sagði þetta stysta túrinn á þessu ári, en sá lengsti hafi verið með hóp í sumar, en þá var ekið 3861 kílómetra um landið þvert og endilangt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir