Við göngin, áður en gjaldtöku var hætt. Ljósm. úr safni.

Um eða uppúr klukkan 13 lýkur gjaldtöku

Eftir hádegið í dag verður slökkt á þeim búnaði við Hvalfjarðargöngin sem haft hefur það hlutverk síðan í júlí 1998 að skrá umferð og bókfæra gjald af vegfarendum. Jafnframt hættir sala veggjalda í skýlinu. Af þessu tilefni mæta á svæðið forsvarsmenn Spalar auk samgönguráðherra. Að sögn Gísla Gíslasonar stjórnarformanns Spalar er áætlað að klukkan 13:15 verði í Noregi slökkt á Q-free búnaðinum sem stýrir rafrænni innheimtu, en einnig verða rafvirkjar og tölvumenn á staðnum til að þagga endanlega í búnaðinum. Í kjölfarið verður byrjað að taka niður skilti og merkingar. Á öðrum tímanum í dag verður því formlega hætt gjaldtöku í Hvalfjarðargöng.

Með samningi sem undirritaður verður næstkomandi sunnudag mun Spölur síðan formlega afhenda íslenska ríkinu jarðgöngin til eignar og rekstrar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir