Ljósabekkirnir biðu þess að verða færðir inn í húsnæði Sólbaðsstofunnar Maríkó þegar þessi mynd var tekin í gær. Ljósm. mm.

Opna sólbaðsstofu á Akranesi í næstu viku

Sólbaðsstofan Maríkó verður opnuð á Akranesi eftir rétta viku, föstudaginn 5. október. Stofan verður til húsa að Smiðjuvöllum 32, í rými í verslanamiðstöðinni sem Hans og Gréta voru síðast. Einnig eru í húsinu Apótek Vesturlands, Classic Hárstofa, Bónus og Domino‘s Pizza.

Að stofunni standa Vignir Barkarson og Kristín Ósk Kristinsdóttir ásamt þeim Kristni Aroni Hjartarsyni og Helgu Dís Heiðarsdóttur. Þessa dagana vinna þau hörðum höndum að undirbúningi fyrir opnunina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir