Sigurður Ingi Jóhannsson færði ökumanni fyrsta bílsins sem ók gjaldfrjálst í gegnum göngin blómvönd af því tilefni.

Hvalfjarðargöng orðin gjaldfrjáls

Innheimtu veggjalda fyrir akstur í gegnum Hvalfjargöng hefur verið hætt. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var sá síðasti ökumaðurinn sem greiddi fyrir ferðina laust eftir klukkan 13:00 í dag.

Sigurður Ingi færði síðan blómvönd þeim vegfarendum sem voru fyrstir til að aka í gegnum göngin eftir að gjaldtöku var hætt. Voru það ítalskir ferðamenn á ferð sinni um landið. Ökumaður bílsins tók við blómvendinum fyrir þeirra hönd. Hann þakkaði fyrir sig, en viðurkenndi að vissulega hefði þetta komið þeim á óvart.

Þar með hefur er 20 ára gjaldtaka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöng á enda. Göngin verða síðan formlega afhent ríkinu til rekstrar og eignar eignar við hátíðlega athöfn á sunnudaginn, 30. september næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir