Hilmir og Páll hjá HP pípulögnum ehf. fyrir utan húsnæði fyrirtækisins í Borgarnesi.

Skora á VÍS að halda áfram – ella hverfa í viðskipti annað

„Við hjá HP pípulögnum ehf. skorum hér með á VÍS að endurskoða ákvörðun sína um að loka svæðisskrifstofunum á Vesturlandi. Að öðrum kosti munum við hætta öllum viðskiptum við fyrirtækið frá og með næstu áramótum.  Við hvetjum hér með einstaklinga og fyrirtæki hér á svæðinu til að gera slíkt hið sama. Við viljum halda störfum á svæðinu og þeirri góðu og persónulegu þjónustu sem við höfum notið hér í gegnum árin,“ segir í tilkynningu sem þeir Hilmir B Auðunsson og Páll Arnar Sigurðsson hjá HP pípulögnum hafa sent í tilefni fréttar Skessuhorns í morgun þess efnis að tryggingafélagið VÍS ætlar að loka öllum umboðsskrifstofum sínum á Vesturlandi frá og með 1. október nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir