Á Bjarnadal í morgun. Ljósm. Þórhildur Þorsteinsdóttir.

Haustlægðin gerir smalamennskur erfiðari

Bændur eru víða í síðari leitum nú þegar fyrsta alvöru haustlægðin gengur yfir allt norðanvert landið. Verst er veðrið á Vestfjörðum og Norðurlandi en angar af lægðinni teigja sig þó allt suður í Borgarfjörð. Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Norðurárdal var í morgun í smalamennsku inn á Bjarnadal, sem gengur inn af ofanverðum Norðurárdal í Borgarfirði. Þar var snjóþekja yfir eins og sést á meðfylgjandi mynd hennar. Samkvæmt sjálfvirkum veðurmælum Vegagerðarinnar er nú norðaustan 12 metrar á sekúndu á fjallvegunum yfir Bröttubrekku og Holtavörðuheiði og einnar gráðu frost.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira