Unnið að gerð Vitastígs á Breið

Hafist var handa við gerð Vitastígs á Breiðarsvæðinu á Akranesi 21. ágúst síðastliðinn og stendur nú vinna við stíginn sem hæst. Akraneskaupstaður fékk styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í apríl síðastliðinum. Styrkurinn nam 11,1 milljón króna og var veittur til að ljúka við um 150 metra langan stíg frá bílastæði og aðkomutorgi að áningarstaðnum við Akranesvita, yst á tanganum á Breið. Stígurinn er hluti af heildarskipulagi fyrir ferðamannastaðinn á Breiðinni. Er áhersla lögð á gott aðgengi verði fyrir alla að svæðinu.

Það er verktakafyrirtækið Skóflan ehf. á Akranesi sem annast gerð göngustígarins. Áætlað er að framkvæmdum við Vitastíg á Breið verði að fullu lokið í síðasta lagi um næstu mánaðamót.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira