Íris Tryggvadóttir, Óttar Sveinbjörnsson, Júnína Björg Óttarsdóttir, Kristin Arnfjörð og Súsanna Hilmarsdóttir.

Verslunin Blómsturvellir 50 ára

Verslunin Blómsturvellir á Hellissandi fagnaði 50 ára starfafmæli sínu síðastliðinn laugardag. Boðið var upp á kræsingar í tilefni dagsins og að sögn Júníönu Bjargar Óttarsdóttur var fjölmenni sem fagnaði þessum áfanga með aðstandendum verslunarinnar.

Júníana sagði frá því að verslunin hafi fyrst verið starfrækt í bílskúr foreldra hennar árið 1968. Síðan keyptu þau gömlu Blómsturvelli árið 1978 og fengu þaðan nafn verslunarinnar. „Árið 1986 byggðum við núverandi húsnæði en höfum stækkað það tvisvar sinnum síðan þá,“ segir hún. „Við höfum reynt að þjóna íbúum Snæfellsbæjar af okkar bestu getu öll þessi ár og haft gott úrval af vörum,“ segir Júníana.

Líkar þetta

Fleiri fréttir