Ferðamenn mynda Lóndranga á Snæfellsnesi. Ljósm. úr safni/ glh.

Ferðamönnum fækkaði um 2,8%

Brottfarir erlendra farþega frá Leifsstöð í ágúst síðastliðnum voru um 276 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia. Þær voru tæplega átta þúsund færri en í ágúst á síðasta ári, en það nemur 2,8% fækkun.

Í samanburði við árin þar á undan fjölgaði brottförum um 17,6% milli ára 2016 og 2017, 27,5% milli áranna 2015 og 2016 og 23,4% milli áranna 2014 og 2015. Færri brottfarir í ágúst milli ára má einkum rekja til Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna og Breta sem fækkaði á bilinu 15-26%. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í ágúst í ár og fjölgaði þeim verulega frá árinu áður eða um 23,8%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir