Guðlaug að taka á sig mynd í flæðarmálinu

Þessi mynd var tekin á Langasandi í liðinni viku. Þar er mannvirkið Guðlaug nú að mestu risið í flæðarmálinu neðan við stúku Akranesvallar. Tafir hafa orðið á verklokum en að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra eru menn nú að horfa til þess að framkvæmdir gætu staðið yfir út þennan mánuð. Verið er að útfæra hugmyndir um væntanlegt rekstrarform Guðlaugar en Sævar Freyr segir að opnunartími verði m.a. ákveðinn í samstarfi við Sjósundsfélagið, en ábyrgð á rekstri verður á herðum Akraneskaupstaðar. Ekki verður gert ráð fyrir að vatn verði í laugunum að staðaldri, heldur hleypt á þær vatni þegar notkun er fyrirhuguð og eftirlit með mannvirkinu til staðar. Þetta mun að sögn Sævars Freys allt skýrast betur þegar nær dregur verklokum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir