Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.

Lilja Rannveig hlaut yfirburðakosningu hjá SUF

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir frá Bakkakoti í Borgarfirði var kjörin formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) á 43. Sambandsþingi hreyfingarinnar sem fór fram um helgina á Bifröst. Hlaut hún 82,1% greiddra atkvæða. Lilja Rannveig er 22 ára nemi í grunnskólafræðum og skólaliði í Grunnskóla Borgarbyggðar. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins, þar á meðal í stjórn SUF ásamt því að vera annar varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

,,Ég er virkilega þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt til þess að gegna embætti formanns. SUF fagnar 80 ára afmæli í ár og skipar mikilvægan sess í starfi flokksins. Sem formaður mun ég leggja áherslu á jafnrétti til menntunar, geðheilbrigðismál ungs fólks og umhverfismál. Þá mun ég vinna að því að gera starf SUF sýnilegra út á við og styrkja innra starf SUF,‘‘ sagði Lilja Rannveig, nýkjörin formaður SUF eftir að úrslit lágu fyrir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir