Afleit veðurspá fyrir morgundaginn

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir hluta landsins á morgun, fimmtudag. Næstu nótt er víða spáð frosti inn til landsins, einkum í lægðum og dældum þar sem kalt loft getur safnast fyrir. Hvassviðri mun vara fram á föstudag á miðhálendinu. Á Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð er spáð stífri suðaustanátt eftir hádegi á morgun með rigningu og bætir svo í vindinn annað kvöld. Víða verður 13-18 m/s og staðbundið geta hviður farið í 30 m/s. Í aðvörun Veðurstofunnar er bent á að slíkur vindhraði getur hæglega rifið með sér létt farartæki og tengivagna, sem og muni eins og garðhúsgögn og trampólín.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Verma botnsætið

Snæfellingar biðu lægri hlut gegn Sindra, 88-73, þegar liðin mættust í 1. deildkarla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á... Lesa meira