Afleit veðurspá fyrir morgundaginn

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir hluta landsins á morgun, fimmtudag. Næstu nótt er víða spáð frosti inn til landsins, einkum í lægðum og dældum þar sem kalt loft getur safnast fyrir. Hvassviðri mun vara fram á föstudag á miðhálendinu. Á Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð er spáð stífri suðaustanátt eftir hádegi á morgun með rigningu og bætir svo í vindinn annað kvöld. Víða verður 13-18 m/s og staðbundið geta hviður farið í 30 m/s. Í aðvörun Veðurstofunnar er bent á að slíkur vindhraði getur hæglega rifið með sér létt farartæki og tengivagna, sem og muni eins og garðhúsgögn og trampólín.

Líkar þetta

Fleiri fréttir