Töluvert betra er að halda sig vindmegin við þennan. Ljósm. tfk.

Hvalreki á Víkurrifi

Í fjörunni á Víkurrifi, sem liggur á milli Brimlárhöfða og Búlandshöfða á norðanverðu Snæfellsnesi, liggur hvalshræ sem farið er að slá all verulega í. Hræið er frekar ólystugt á að líta og lyktin eftir því fúl. Óljóst er hvenær hvalinn rak á land en ljóst að töluert er síðan hann drapst. Mikið hefur verið um hvali á þessum slóðum undanfarna daga en stutt er síðan tugir grindhvala syntu illa áttaðir við fjörur Snæfellsness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir