Vegfarandi taldi kviknað í

Allur tiltækur mannskapur Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallaður út á áttunda tímanum í morgun að fjölbýlishúsinu við Þjóðbraut 1 á Akranesi. Vegfarandi taldi sig hafa séð eld í íbúð á 2. hæð hússins. Í ljós kom að kveikt var á rafdrifnum arni í íbúð og leit það út frá götunni eins og eldur væri laus. Engin hætta var því á ferðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira